Demanturinn
Leikmenn hætta sér niður í námagöng með því að fletta spilum og deila með sér gimsteinunum sem þeir finna á leiðinni. Áður en næsta spili er flett hefur hver leikmaður möguleika á að flýja námuna og koma fundi sínum fyrir. Af hverju ætti hann að gera það?
Jú, af því að námurnar eru stórhættulegar, þar leynast sporðdrekar, snákar og eiturgufur og þar geta orðið skriður og sprengingar. Ef leikmaður nær ekki að flýja áður en eitthvað hendir hann, tapar hann öllum verðmætum sínum. Því færri leikmenn sem láta sig hverfa, því meiri hlutdeild eignast hver hinna eftirstandandi í næsta fundi.
Spennandi blekkingarspil fyrir 3-8 leikmenn, 8 ára og eldri, sem hlotið hefur tilnefningar til ýmissa verðlauna.